#322 Skoðanir Gunnlaugs Guðmundssonar stjörnuspekings *OPINN ÞÁTTUR*
Manage episode 428473353 series 2516641
Styddu frjálsa fjölmiðlun inni á www.patreon.com/skodanabraedur
Stjörnuspeki er ekki fyrirbæri sem við höfum gert mikil skil á þessum vettvangi fram að þessu enda lifum við tíma vísindahyggjunnar og ef trúarbrögð koma við sögu eru þau ekki að nafninu til byggð á stjörnuspeki, þótt sá stjörnuspekingur, Gunnlaugur Guðmundsson, haldi því að vísu fram að allt hið kristna hugsanakerfi byggist að miklu leyti á stjarnspekilegum grunni. Alla vega: Stjörnuspeki felst í grunninn í því að álykta um persónu þína á grundvelli þess hvenær þú nákvæmlega fæddist. Stjörnuspeki er í grunninn tímatalsfræði – þú fæðist á ákveðnum tíma og ákveðnum stað og það hefur merkingu. Út frá því getum við dregið kerfisbundnar ályktanir um persónuleika þinn og jafnvel tilgang þinn á jörðinni. Það eru sem sé í þessari hugsun engar tilviljanir. Gunnlaugur bjó til kort fyrir okkur bræður og setti í samhengi um miðjan þátt. Einnig fer Gunnlaugur yfir valdakerfi heimsins, frægt fólk og leiðtoga, stéttaskiptingu og samfélagið almennt - út frá sjónarhorni stjörnuspekinnar.
342 قسمت