#58. - SDG prjónar inn í árið og Stefán ræður ekki við sig
Manage episode 459110589 series 3619841
Nýtt ár hefst með krafti í stjórnmálunum og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson heldur uppteknum hætti í stjórnarandstöðu. Hvernig stóðu Halla Tómasdóttir og Kristrún Frostadóttir sig í fyrstu áramótaávörpunum?
Allt er þetta til umfjöllunar í Spursmálum dagsins.
Fyrrnefndur Sigmundur mætir til leiks og ræðir nýjan stjórnarsáttmála og fyrstu skref nýrrar ríkisstjórnar. Hvað finnst honum um nýtt þjóðarsamtal um hagsýni í ríkisrekstri?
Þá mæta einnig á svæðið þau Marta María Winkel Jónasdóttir, fréttastjóri hjá Árvakri og Jakob Birgisson, uppistandari og nýr aðstoðarmaður Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, dómsmálaráðherra.
63 قسمت